Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 25. júlí 2024 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fyrir okkur er frábært að fá hann til baka"
Davíð Ingvarsson.
Davíð Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson gekk nýverið aftur í raðir Breiðabliks eftir stutta dvöl hjá Kolding í Danmörku.

Davíð, sem er 25 ára, á að baki 93 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik þar sem hann hef­ur skorað eitt mark. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2022. Hann er uppalinn í Breiðabliki og FH en hefur eingöngu leikið með Breiðabliki í meistaraflokki hér á landi, fyrir utan ellefu leiki með Haukum sumarið 2018.

Hann fór til Kolding fyrr á þessu ári, en stoppaði stutt þar og er kominn aftur í Breiðablik. Hann kom við sögu í ellefu leikjum með Kolding í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili en hann byrjaði aðeins fimm leiki.

„Hann er búinn að æfa með okkur síðustu daga og er kominn með leikheimild," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í gær.

„Fyrir okkur er frábært að fá hann til baka. Ég hefði stutt hann í því að halda áfram úti ef það hefðu verið spennandi möguleikar í því. Við gáfum honum góðan tíma í að skoða það, en hann kaus að koma heim og þá vildum við auðvitað fá hann. Ég er mjög ánægður að það hafi gengið eftir."

Breiðablik spilar við Drita frá Kosóvó í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner