Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 11:25
Elvar Geir Magnússon
Slot: Yrði óvænt ef enginn nýr leikmaður kæmi
Arne Slot á fréttamannafundi.
Arne Slot á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
„Við erum auðvitað að reyna að vinna í því að bæta leikmannahópinn þar sem það er hægt, það er hinsvegar ekki auðvelt þegar liðið er skipað svona mörgum góðum leikmönnum.
„Við erum auðvitað að reyna að vinna í því að bæta leikmannahópinn þar sem það er hægt, það er hinsvegar ekki auðvelt þegar liðið er skipað svona mörgum góðum leikmönnum.
Mynd: Getty Images
Arne Slot stjóri Liverpool segir að það myndi koma öllum á óvart ef Liverpool myndi ekki kaupa neinn leikmann í þessum glugga. Liverpool hefur enn ekki fengið leikmann í sumar en glugganum verður lokað eftir rúman mánuði.

„Við erum þegar með virkilega gott lið til staðar og ég er afskaplega ánægður með hópinn. En það myndi koma okkur öllum á óvart ef það kæmi ekki neinn nýr inn. Við munum örugglega styrkja hópinn á endanum," segir Hollendingurinn.

„Númer eitt er að vinna með þá leikmenn sem eru til staðar. Auðvitað hjálpar ekki að þeir séu ekki allir hér í þessari ferð. Þegar kemur að því að fá inn nýja leikmenn þá setjum við markið hátt því við erum með það gott lið og það góðan hóp."

„Við erum auðvitað að reyna að vinna í því að bæta leikmannahópinn þar sem það er hægt, það er hinsvegar ekki auðvelt þegar liðið er skipað svona mörgum góðum leikmönnum."

Liverpool er þessa stundina í æfingaferð í Bandaríkjunum og mætir Real Betis um helgina.

Trent-Alexander-Arnold, Alisson, Luis Diaz, Cody Gakpo, Joe Gomez, Alexis Mac Allister, Darwin Nunez og Virgil van Dijk eru meðal þeirra leikmanna sem eru enn í fríi eftir stórmót sumarsins.
Athugasemdir
banner
banner