Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ederson vísar sögusögnum á bug - „Einn af erfiðustu dögum ferilsins"
Ederson
Ederson
Mynd: EPA
Stefan Ortega
Stefan Ortega
Mynd: EPA

Ederson, markvörður Manchester City, vísar grein The Athletic á bug þar sem talað er um að Brasilíumaðurinn sé óánægður hjá enska félaginu.

Skrifað var um í greininni að Ederson væri ósáttur við umfjöllunina sem Stefan Ortega varamarkvörður City fékk í lok síðasta tímabils en hann spilaði síðustu leiki liðsins vegna meiðsla Ederson.


„Ég vil koma því á framfæri að greinin sem The Athletic birti í gær um að ég væri óánægður með liðsfélaga minn er kolröng," skrifaði Ederson á samfélagsmiðla í dag.

Ederson meiddist í leik liðsins gegn Tottenham og fékk Ortega mikið hrós fyrir frammistöðu sína í leiknum eftir að hafa leyst Ederson af hólmi.

„Þessi dagur var án efa einn af þeim erfiðustu á mínum ferli. Meiðslin urðu til þess að ég gat ekki tekið þátt í endasprettinum á tímabilinu og einnig gat ég ekki tekið þátt á Copa America með þjóð minni."

Framtíð Ederson hjá Man City er í óvissu en hann er orðaður við lið í Sádí-Arabíu. Hann er mættur aftur til æfinga hjá City og lék í 4-3 tapi gegn Celtic á dögunum en liðið er í æfingaferð í Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner