Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 26. júlí 2024 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristín Dís yfirgefur Bröndby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir hefur sagt skilið við Bröndby eftir tvö og hálft hjá danska félaginu. Liðið var grátlega nálægt því að vinna tvo titla í vor en endaði með hvorugan því Nordsjælland hafði betur bæði í deildinni og í úrslitaleik bikarsins.

Kristín Dís er uppalin hjá Breiðabliki og hélt til Danmerkur í vetrarglugganum eftir tímabilið 2022. Hún sleit krossband á fyrsta tímabili sínu með Bröndby og sneri til baka fyrir um ári síðan.

Hún lék sem miðvörður og bakvörður í Danmörku og hefur verið í landsliðshópnum í síðustu verkefnum.

Hún verður 25 ára í næsta mánuði og hefur verið orðuð við annð félag í Danmörku, OB.

„Ég vil þakka öllum liðsfélögum og þjálfurum/stjórnendum fyrir síðustu tvö og hálft ár. Ég hef vaxið sem manneskja og leikmaður og hef kynnst ótrúlegu fólki. Sérstakir þakkir til gulu og bláu stuðningsmannanna.



Athugasemdir
banner
banner
banner