Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag handviss um að Rashford finni sitt gamla form
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag stjóri Manchester United er bjartsýnn á að Marcus Rashford muni finna sitt gamla form á komandi tímabili.


Rashford skoraði aðeins átta mörk og lagði upp fimm á síðustu leiktíð en hann átti stórkostlegt tímabil 2022/23 þegar hann skoraði 30 mörk og lagði upp tíu.

„Ég trúi því hundrað prósent að hann geti gert það sem hann gerði fyrir tveimur árum, hann er fær um það," sagði Ten Hag.

Joshua Zirkzee, frá Bologna, og Leny Yoro, frá Lille, hafa gengið til liðs við félagið í sumar en Ten Hag vill styrkja hópinn en frekar.

„Ég vil að hópurinn verði eins sterkur og mögulegt er. Við höfum þegar keypt tvo góða leikmenn svo þegar allir eru heilir getum við unnið hvern sem er. En við þurfum að bæta breiddina því við vorum í meiðslavandræðum (á síðustu leiktíð)," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner