Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaliðin sigruðu Evrópuleikina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er mikið um að vera í Evrópukeppnum í kvöld þar sem mörg lið mæta til leiks í forkeppni fyrir Evrópudeildina og Sambandsdeildina.

Nokkur Íslendingalið mættu til leiks í dag, þar sem Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson komu inn af bekknum í naumum sigri Elfsborg gegn Sheriff Tiraspol í forkeppni Evrópudeildarinnar í Moldavíu.

Simon Hedlund skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 86. mínútu og er Elfsborg því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli.

Í forkeppni Sambandsdeildarinnar var Valgeir Lunddal Friðriksson ónotaður varamaður í stórsigri Häcken á útivelli gegn Dudelange í Lúxemborg.

Þá var Orri Steinn Óskarsson í fremstu víglínu hjá FC Kaupmannahöfn sem vann þægilegan sigur í Gíbraltar með Rúnar Alex Rúnarsson á bekknum.

Guðmundur Þórarinsson lék svo allan leikinn í vinstri bakverði hjá FC Noah í Armeníu sem rúllaði yfir andstæðinga sína frá Möltu með sjö mörkum gegn engu.

Þá voru nokkrir Íslendingar sem spiluðu æfingaleiki í dag, þar sem Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru í byrjunarliði Venezia í 4-1 sigri gegn Vis Pesaro.

Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Genoa í sigri gegn Mantova.

Sheriff 0 - 1 Elfsborg
0-1 Simon Hedlund ('86 , víti)

Dudelange 2 - 6 Hacken
0-1 Zeidane Inoussa ('6 )
0-2 Amor Layouni ('21 )
1-2 Samir Hadji ('32 , víti)
1-3 Ali Youssef ('35 )
2-3 Samir Hadji ('44 , víti)
2-4 Amor Layouni ('45 )
2-5 Ali Youssef ('60 )
2-6 Srdjan Hrstic ('89 )

Magpies 0 - 3 FC Kaupmannahöfn
0-1 Mohamed Elyounoussi ('30 )
0-2 Viktor Claesson ('62 )
0-3 Victor Froholdt ('65 )

Noah 7 - 0 Sliema
1-0 Virgile Pinson ('19 )
2-0 Goncalo Gregorio ('28 )
3-0 Goncalo Gregorio ('31 )
4-0 Goncalo Gregorio ('56 )
5-0 Eraldo Cinari ('72 )
6-0 Gustavo Alcino ('73 , sjálfsmark)
7-0 Helder Ferreira ('90 )

Venezia 4 - 1 Vis Pesaro
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner