Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Hákon hélt hreinu í seinni hálfleik gegn Benfica
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það fór gríðarlega mikið magn af æfingaleikjum fram í evrópska fótboltanum í dag þar sem nokkur lið úr helstu deildunum mættu til leiks.

Brentford gerði jafntefli við Benfica í stórleik kvöldsins, þar sem Bryan Mbeumo tók forystuna fyrir Brentford snemma leiks áður en Vangelis Pavlidis jafnaði á 24. mínútu.

Igor Thiago var ekki í hóp hjá Brentford eftir að hafa meiðst í síðasta æfingaleik liðsins og vonar þjálfarateymi félagsins að meiðslin séu ekki alvarleg.

Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Brentford í seinni hálfleiknum og hélt hreinu í honum. Þetta var annar hálfleikurinn sem Hákon spilar fyrir Brentford eftir að hann fékk eitt mark á sig í seinni hálfleik í 5-2 sigri gegn Wimbledon um síðustu helgi.

Como lagði þá Cagliari að velli þar sem Patrick Cutrone og Andrea Belotti skoruðu í góðum sigri undir stjórn Cesc Fábregas.

Hertha Berlin tapaði þá gegn Huddersfield og gerði jafntefli við Cardiff á meðan Real Sociedad og Borussia Mönchengladbach unnu sína leiki.

Benfica 1 - 1 Brentford
0-1 Bryan Mbeumo ('8)
1-1 Vangelis Pavlidis ('24)

Cagliari 1 - 3 Como

Huddersfield 2 - 1 Hertha Berlin

Hertha Berlin 1 - 1 Cardiff

Gamba Osaka 0 - 1 Real Sociedad

Granada 1 - 1 Las Palmas

B. Mönchengladbach 3 - 1 Fortuna Sittard

HSV 0 - 0 Aris

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner