Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða De Gea og Albert liðsfélagar?
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David de Gea er mögulega að snúa aftur í fótboltann eftir árs pásu. Hann er núna sagður spenntur fyrir því að fara í ítalska boltann.

De Gea er 33 ára gamall og lék 545 keppnisleiki á dvöl sinni hjá Man Utd en hann yfirgaf félagið síðasta sumar. Síðan þá hefur hann verið án félags.

Nýverið hefur hann verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.

En ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir núna að Genoa sé að skoða það að fá hann, og De Gea sé sjálfur spenntur fyrir hugmyndinni.

Genoa er að leita að markverði eftir að Josep Martinez var seldur til Inter.

De Gea gæti verið sá markvörður sem kemur inn en það verður fróðlegt að sjá hvort það gerist. Albert Guðmundsson er á meðal leikmanna Genoa en hann var frábær á síðasta tímabili. Albert hefur verið orðaður við mörg stór félög en er enn hjá Genoa.
Athugasemdir
banner
banner
banner