Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Maguire hrósar Ten Hag: Höndlaði þetta fullkomlega
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Harry Maguire varnarmaður Manchester United telur að sífelldar vangaveltur um framtíð stjórans Erik ten Hag á síðasta tímabili hafi haft vond áhrif á liðið.

Hann segist ánægður með að stjórn félagsins ákvað að sýna Hollendingnum áframhaldandi traust og gerði nýjan samning við hann.

„Þetta var erfiður tími. Það var margt mjög dapurt sem var sagt í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Hann sjálfur höndlaði þetta afbragðs vel verður að segja, hann tók bara einn dag í einu," segir Maguire.

„Við sáum engar breytingar á stjóranum, það má því hrósa honum fyrir það hvernig hann höndlaði þetta. Það var svo mikil óvissa varðandi félagið. Hann og aðstoðarmenn hans vissu ekki hvað myndi gerast á tímabilinu eftir."

„Umræðan hafði líklega vond áhrif á frammistöðu okkar og úrslit. En stjórinn á hrós skilið fyrir það hvernig hann höndlaði þetta og náði fram þessari frammistöðu frá okkur í úrslitaleiknum. Það var aðdáunarvert."

„Honum fannst hann ekkert þurfa að ræða þessi mál við leikmenn. Ég tel að hann hafi höndlað þetta fullkomlega."

Þrátt fyrir að Ten Hag hafi tekið fyrirliðabandið af Maguire og gert Bruno Fernandes að fyrirliða segir enski varnarmaðurinn að samband þeirra sé gott.

„Já algjörlega. Við eigum gott samband og það er virðing í báðar áttir. Hann hefur alltaf komið fram við mig af virðingu. Það voru mikil vonbrigði af minni hálfu þegar hann skipti um fyrirliða en þetta er hluti af fótboltanum," segir Maguire.
Athugasemdir
banner
banner
banner