Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Oli McBurnie til Las Palmas (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Oliver McBurnie, betur þekktur sem Oli McBurnie, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við spænska félagið Las Palmas.

McBurnie gengur til liðs við Las Palmas á frjálsri sölu eftir að hafa runnið út á samningi hjá Sheffield United í sumar.

McBurnie er 28 ára framherji sem skoraði 6 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 21 úrvalsdeildarleik með Sheffield á síðustu leiktíð.

Hann var meðal betri framherja Championship deildarinnar þegar hann lék þar en tókst ekki að gera frábæra hluti í úrvalsdeildinni. Það verður áhugavert að fylgjast með McBurnie á Spáni.

Las Palmas endaði sjö stigum fyrir ofan fallsæti á síðustu leiktíð í LaLiga.

Til gamans má geta að Las Palmas var einnig að krækja í Adnan Januzaj, fyrrum kantmann Manchester United, á láni frá Sevilla.


Athugasemdir
banner
banner