Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joao Felix æfir einn eftir sumarfrí
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Joao Felix er mættur aftur til æfinga hjá Atletico Madrid eftir sumarfrí en framtíð hans er ekki hjá félaginu.

Felix, sem var á láni hjá Barcelona á síðustu leiktíð, er ekki í plönum Diego Simeone.

Felix er ekki að æfa með leikmannahópi Atletico Madrid, hann er að æfa einn með þjálfarateymi liðsins. Fabrizio Romano segir að það sé ekki möguleiki á að hann verði áfram hjá félaginu.

Felix vill fara og það er áhugi á honum frá Englandi. Það er draumur Unai Emery, stjóra Aston Villa, að fá hann til sín.

Það er ekki ódýrt að fá Felix en Aston Villa er að reyna að lækka pakkann.

Felix, sem er 24 ára, var á sínum tíma keyptur til Atletico fyrir 126 milljónir evra en hann hefur valdið miklum vonbrigðum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner