Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 12:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eistarnir fá hvíld milli leikja - Jökull hefði verið til í það sama
Emil Atlason var maður leiksins í gær, skoraði bæði mörk liðsins.
Emil Atlason var maður leiksins í gær, skoraði bæði mörk liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Einvígi Stjörnunnar og Paide frá Eistlandi í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni er hálfnað. Stjarnan leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn sem fram fór á Samsungvellinum í gær.

En þrátt fyrir sigurinn voru Stjörnumenn ansi svekktir að forystan sé ekki meiri. Mark var dæmt af Stjörnunni í leiknum og gerðu heimamenn einnig sterkt tilkall til vítaspyrnu í leiknum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Paide

Í viðtali eftir leik var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, spurður út í þá staðreynd að Paide spilar ekki leik heima fyrir á milli leikjanna við Stjörnuna. Stjarnan hins vegar mætir ÍA á útivelli á sunnudag.

„Við förum 'all-in' í leikinn á móti ÍA, tökum rólegan dag á morgun (í dag), reynum að jafna okkur; menn fara í nudd og ná sér aðeins niður. Svo undirbúum við okkur á laugardaginn, gerum okkur klára í leik."

„Það gæti alveg haft áhrif (að þeir fá frí). Það væri óskandi ef við fengjum frí á milli. Við fundum það síðast (í útileiknum gegn Linfield í 1. umferð), þó að leikplanið hafi kannski ekki gengið upp þá vorum við orkumiklir og ferskir. Það hjálpaði. Þetta getur alveg skipt einhverju, en það þýðir ekkert að pæla í því. Það þarf bara að grafa dýpra,"
sagði Jökull.

Stjarnan mætir ÍA klukkan 1/:00 á sunnudaginn, spilað á ELKEM vellinum á Akranesi. Liðið mætir svo Paide á Pärnu Rannastaddion klukkan 16:30 á fimmtudag.
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Athugasemdir
banner
banner
banner