Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 26. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir um helgina - Leikið í karla- og kvennaflokki
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Önnur umferð í riðlakeppni Ólympíuleikanna fer fram um helgina, þar sem karlarnir mæta til leiks á morgun, laugardag.

Argentína og Bandaríkin fóru illa af stað í karlaflokki og þurfa sigra gegn Írak og Nýja-Sjálandi í dag.

Ógnarsterkt lið Frakklands spilar við Gíneu og þá eiga Spánverjar leik við spænskumælandi andstæðinga í dóminíska lýðveldinu.

Í kvennaflokki eru afar spennandi slagir á dagskrá þar sem fjörið hefst með viðureign Brasilíu og Japan á sunnudaginn.

Spánn spilar svo við Nígeríu áður en tveir risaslagir fara fram, þegar Frakkland spilar við Kanada annars vegar og Bandaríkin mæta Þýskalandi hins vegar.

Laugardagur - karlar:
13:00 Argentína - Írak
13:00 Dóminíska lýðveldið - Spánn
15:00 Úkraína - Marokkó
15:00 Úsbekistan - Egyptaland
17:00 Ísrael - Paragvæ
17:00 Nýja-Sjáland - Bandaríkin
19:00 Frakkland - Gínea
19:00 Japan - Malí

Sunnudagur - konur:
15:00 Brasilía - Japan
15:00 Nýja-Sjáland - Kólumbía
17:00 Ástralía - Sambía
17:00 Spánn - Nígería
19:00 Frakkland - Kanada
19:00 Bandaríkin - Þýskaland
Athugasemdir
banner
banner
banner