Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 25. júlí 2024 17:59
Elvar Geir Magnússon
Guðlaugur Victor til Plymouth (Staðfest) - Aftur til Rooney
Mynd: Plymouth Argyle
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hefur skrifað undir hjá enska B-deildarfélaginu Plymouth Argyle. Hann er því aftur kominn undir stjórn Wayne Rooney, eftir að þeir unnu saman hjá DC United.

Guðlaugur Victor er 33 ára og hefur leikið 44 landsleiki fyrir Ísland. Hann lék síðast fyrir Eupen í Belgíu en náði ekki að koma í veg fyrir fall liðsins úr belgísku úrvalsdeildinni.

„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Victor til Argyle. Ég þekki hann vel eftir að hafa unnið með honum hjá DC United og hann kemur með mikla reynslu í hópinn," segir Rooney.

„Þá þekkir hann leikkerfið sem við erum að vinna í að innleiða. Hann er góður með boltann og verður stór hlekkur í liðinu. Hann kemur inn með leiðtogahlutverk"

Í frétt á vef Plymouth kemur fram að Guðlaugur Victor lék leik gegn Plymouth árið 2010, þegar hann fór í stutt lán frá Liverpool til Dagenham & Redbridge.

Guðlaugur Victor hefur víða komið við á ferli sínum; leikið á Englandi, Skotlandi, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner