Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 26. júlí 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sessegnon kominn aftur heim (Staðfest)
Mynd: Fulham

Bakvörðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við Fulham frá Tottenham en hann gekk til liðs við Tottenham árið 2019 einmitt frá Fulham.


Hann fer til Fulham á frjálsri sölu og gerir tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá honum á tíma sínum hjá Tottenham en þessi 24 ára gamli Englendingur beið í þrjá mánuði eftir því að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið og kom aðeins við sögu í einum leik á síðasta tímabili.

Sessegnon var í lykilhlutverki þegar Fulham vann umspilið um sæti í úrvalsdeildinni árið 2018 og þá lék hann 35 leiki fyrir liðið í úrvalsdeildinni árið 2019 áður en hann var seldur til Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner