Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG jafnar tilboð Bayern - Stóri bróðir fer til Strasbourg
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stórveldin Paris Saint-Germain og FC Bayern eru að berjast um kantmanninn unga Désiré Doué sem er samningsbundinn Rennes í Frakklandi.

Bayern bauð rúmlega 50 milljónir evra fyrir Doué á dögunum og er PSG búið að jafna það tilboð. Leikmaðurinn efnilegi þarf því að taka sjálfur ákvörðun um hvort stórveldið hann vilji spila fyrir.

Désiré Doué er 19 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Rennes, en eldri bróðir hans er 21 árs gamall og er með eitt ár eftir af samningi.

Guéla Doué er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður. Hann á tvo leiki að baki fyrir A-landslið Fílabeinsstrandarinnar og spilaði hann 33 leiki fyrir Rennes á síðustu leiktíð.

Chelsea er að ganga frá kaupum á Guéla Doué sem kostar um 10 milljónir evra, samkvæmt Sky á Ítalíu, og verður hann lánaður beint til Strasbourg. Fabrizio Romano segir þetta ekki vera rétt, Chelsea er ekki að kaupa Doulé heldur er hann á leið beint til Strasbourg fyrir 8 milljónir.

Chelsea og Strasbourg eru systurfélög undir sama eignarhaldi og hér eru Ítalirnir Gianluca Di Marzio hjá Sky og Fabrizio Romano með mismunandi upplýsingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner