Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ederson sagður pirraður út af viðbrögðum við vörslu Ortega
Vill fara frá Man City
Ederson.
Ederson.
Mynd: EPA
Pep Guardiola og Stefan Ortega.
Pep Guardiola og Stefan Ortega.
Mynd: Getty Images
„Ég vil halda honum en þetta veltur á öðru. Ég veit ekki hver staðan er," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir æfingaleik gegn Celtic á dögunum.

Þá var hann að tala um brasilíska markvörðinn Ederson sem er mögulega á förum frá City í sumar.

Félög í Sádi-Arabíu hafa sýnt honum áhuga en The Athletic heldur því fram að markvörðurinn sé spenntur fyrir því að fara þangað.

Aðalástæðan eru auðvitað miklir fjármunir í fótboltanum í Sádi-Arabíu en það er fleira sem hefur haft áhrif á Ederson.

Fram kemur hjá The Athletic að hrósið sem Stefan Ortega, varamarkvörður Man City, fékk undir lok síðasta tímabils hafi farið í taugarnar á Ederson. Mikið var talað um vörslu Ortega gegn Tottenham eftir að Ederson meiddist, að hún hafi bjargað tímabilinu hjá City og fært þeim Englandsmeistaratitilinn.

Ederson, sem spilaði 33 af 38 deildarleikjum City, var pirraður á umræðunni eftir vörsluna og fannst framlag sitt vanmetið. Pep Guardiola, stjóri Man City, hafi reynt að láta hann vita af því hversu mikils hann metur hann, en það ekki gengið.

Ortega skrifaði nýverið undir nýjan samning við City og hann er sagður sjá möguleikann á því að verða aðalmarkvörður liðsins.

Það er talið að Man City vilji fá 50 milljónir punda fyrir Ederson, sem er orðinn þrítugur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner