Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Fati enn og aftur meiddur og fer ekki með til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images
Ansu Fati meiddist á æfingu með Barcelona í vikunni og getur ekki farið með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir Fati sem ætlar að koma sér inn í myndina hjá Hansi Flick, nýjum stjóra Börsunga. Flick sagði á dögunum að hann væri ánægður með það sem hann hefði séð frá Fati á æfingasvæðinu.

Þessi meiðsli koma á hræðilegum tíma fyrir Fati sem hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu ár.

Hann getur ekki látið ljós sitt skína í æfingaleikjum Barcelona gegn Manchester City, Real Madrid og AC Milan sem spilaðir verða í æfingaferðinni.

Fati, sem tók við 'tíunni' af Lionel Messi, árið 2021, var ætlað að vera næsta stórstjarna félagsins, en hefur ekki enn tekist að sannfæra stuðningsmenn um að hann sé reiðubúinn til þess.

Þessi 21 árs leikmaður lék með Brighton á lánssamningi á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner