Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 15:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sessegnon fer aftur til Fulham
Mynd: EPA
Fulham er í samningsviðræðum við bakvörðinn sókndjarfa Ryan Sessegnon sem er samningslaus eftir fimm ár hjá Tottenham Hotspur. Hann hefur verið að æfa með Crystal Palace á undirbúningstímabilinu en gengur nú til liðs við Fulham.

Fulham er nálægt því að ganga frá samkomulagi við leikmanninn, en Sessegnon er 24 ára gamall og hefur aðeins komið við sögu í 57 keppnisleikjum með Tottenham.

Sessegnon þótti gífurlega mikið efni þegar Tottenham keypti hann frá Fulham, en leikmaðurinn var lykilmaður í liði Fulham fram að þeirri stundu.

Sessegnon var aðeins 19 ára þegar hann var keyptur til Spurs fyrir 25 milljónir punda, en hann átti erfitt uppdráttar hjá félaginu og endaði sem varaskeifa.

Sessegnon er búinn að samþykkja tveggja ára samning við Fulham með möguleika á þriðja árinu og fer með liðinu í æfingaferð til Portúgal í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner