Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Emil Atlason óstöðvandi í Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan 2 - 1 Paide
1-0 Emil Atlason ('24)
1-1 Patrik Kristal ('55 , víti)
2-1 Emil Atlason ('73)

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Paide

Stjarnan er eina íslenska liðið sem hafði betur í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en Garðbæingum bíður erfið viðureign á útivelli gegn Paide, eftir 2-1 sigur.

Emil Atlason hefur verið stórkostlegur í forkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði hann fyrsta mark leiksins í dag með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Helga Fróða Ingasyni á 24. mínútu.

Stjörnumenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé þrátt fyrir flott færi.

Seinni hálfleikurinn var jafnari og fengu gestirnir frá Eistlandi dæmda vítaspyrnu á 55. mínútu, þegar Örvar Logi Örvarsson fékk boltann í höndina innan vítateigs. Patrik Kristal skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði þannig metin.

Tíu mínútum síðar átti Kristal skot í slá en skömmu eftir það skoraði Emil það sem reyndist vera sigurmarkið. Emil fékk góða fyrirgjöf inn í teiginn og lék á varnarmenn Paide áður en hann kláraði með laglegu marki.

Lokatölur urðu 2-1 og þurfa Stjörnumenn að eiga góðan leik í Eistlandi til að komast áfram í næstu umferð.

Emil er kominn með fjögur mörk í þremur leikjum í forkeppni Sambandsdeildarinnar, eftir að eitt marka hans gegn Linfield var skráð sem sjálfsmark. Annars væru mörkin fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner