Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 16:07
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham bætti tveimur milljónum við tilboðið
Mynd: EPA
Kólumbíski framherjinn Jhon Durán er að ganga til liðs við West Ham United á næstu dögum. Hamrarnir eru staðráðir í að landa honum og hafa uppfært kauptilboðið sitt í leikmanninn.

West Ham bauð upprunalega 30 milljónir punda og táninginn efnilega Lewis Orford í skiptum fyrir Durán, en hefur núna hækkað tilboðið um tvær milljónir.

Nýtt tilboð hljóðar því upp á 32 milljónir auk Orford, en ekki er tekið fram hvort endursöluákvæði fylgi.

Búist er við að Aston Villa samþykki þetta tilboð þar sem félagið metur Durán á 40 milljónir punda. Stóra spurningin er hversu mikið Orford, sem er 18 ára og á landsleiki fyrir U16 og U18 landslið Englands, er metinn á.

   25.07.2024 14:09
Jhon Duran á leið til West Ham - Villa fær leikmann og pening

Athugasemdir
banner
banner