Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og St. Mirren: Tvær breytingar - Elvis byrjar
Elfar Freyr kemur inn fyrir fyrirliðann Hólmar Örn.
Elfar Freyr kemur inn fyrir fyrirliðann Hólmar Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvis byrjar.
Elvis byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 hefst fyrri leikur Vals og skoska liðsins St. Mirren í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á N1 vellinum.

Arnar Grétarsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn og eru tvær breytingar frá sigrinum gegn Vllaznia fyrir viku síðan. Guðmundur Andri Tryggvason og Hólmar Örn Eyjólfsson taka sér sæti á bekknum og í þeirra stað koma þeir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Elfar Freyr Helgason. Kristinn Freyr er með fyrirliðabandið.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 St. Mirren

Í liði St. Mirren er Elvis Bwomono sem lék með ÍBV tímabilin 2022 og 2023.

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Elfar Freyr Helgason
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið St. Mirren:
1. Ellery Balcombe (m)
5. Richard Taylor
6. Mark O'Hara
8. Oisin Smyth
9. Mikael Mandron
13. Alexander Gogic
15. Caolan Boyd-Munce
20. Olutoyosi Olusanya
21. Jaden Brown
22. Marcus Fraser
42. Elvis Bwomono
Athugasemdir
banner
banner
banner