Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull um nýja leikmanninn: Afburðardripplari einn á einn
Jón Hrafn Barkarson.
Jón Hrafn Barkarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan krækti á dögunum í Jón Hrafn Barkarson frá Leikni í Breiðholti.

Jón Hrafn er tvítugur kantmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni en skipti yfir í Leikni fyrir tímabilið 2021.

Hann var byrjunarliðsmaður í liði Leiknis en samningur hans átti að renna út í lok árs.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í Jón Hrafn á fréttamannafundi í gær. Hann segir Stjörnuna vera að fá mjög spennandi leikmann þarna.

„Ástæðan er fyrst og fremst að hann er ungur og spennandi leikmaður. Hann er uppalinn hérna," sagði Jökull.

„Hann er afburðardripplari einn á einn. Þó hann hafi ekki sýnt alveg sömu tölur og í fyrra, þar sem hann fór fram hjá varnarmanninum í átta eða níu af hverjum tíu skiptum, en hann er samt sem áður með mikinn hraða og er teknískur."

„Hann passar inn í það sem við viljum sjá í kantmönnum. Hann ýtir við hópnum og gefur okkur breidd. Hann var að renna út á samningi og við sáum að það hentaði vel að taka hann inn núna. Það verður gaman að sjá hann koma inn í þetta," sagði Jökull.
Athugasemdir
banner
banner
banner