Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   fim 25. júlí 2024 22:15
Sævar Þór Sveinsson
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, var vonsvikinn að leikslokum eftir að lið hans tapaði 1-0 gegn nágrönnum sínum í ÍR. Liðin mættust í kvöld á ÍR-vellinum í 14. umferð Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Leiknir R.

Við gerðum ekki nógu góða hluti í dag þannig við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur.“

Eftir síðasta leik Leiknis sagði Óli í viðtali að liðið þyrfti að byrja leikina betur.

Mér fannst byrjunin vera allt í lagi að því leytinu til að við héldum skipulagi varnarlega. Byrjuðum aðeins aftarlega á vellinum og gáfum ekki færi á okkur. Það var svona það sem við ætluðum að loka á og loka á hraðar sóknir sem við erum að fá of mikið á okkur.

Undir lok leiksins var mikil spenna og voru færi á báða bóga. Óli var því spurður hvort hann væri farinn að eiga von á jöfnunarmarkinu.

Já já, maður hefur alltaf trú á því þegar það munar bara einu marki. En það gekk ekki í dag.

Óli gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik þegar hann tók Omar Sowe og Bogdan Bogdanovic af velli og setti Róbert Hauksson og Kára Stein inn á völlinn.

Það var bara taktískt. Bara smá hræringar og breytingar í hálfleik. Mér fannst þeir sem komu inn gera mjög vel. Við vorum meira með boltann í seinni hálfleik og sköpuðum færi en ekki nógu mörg færi.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner