Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 27. júlí 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekkert samkomulag í höfn milli Williams og Barcelona
Mynd: Getty Images

Nico Williams, sóknarmaður Athletic Bilbao, hefur verið sterklega orðaður við Barcelona að undanförnu.


Spænskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Deco hafi náð samkomulagi við Felix Tainta, umboðsmann Williams en leikmaðurinn átti aðeins eftir að samþykkja skiptin.

Eftir það hefði Barcelona þurft að virkja 58 milljón evra riftinarákvæði í samningi Williams við Athletic.

Mundo Deportivo greinir hins vegar frá því að ekkert samkomulag sé í höfn. Heimildarmaður Mundo Deportivo sagði að ef svo væri hefði Barcelona byrjað á því að virkja riftunarákvæðið.

Williams fór hamförum með spænska landsliðinu sem varð Evrópumeistari á EM í Þýskalandi en hann og Lamine Yamal, ungstirni Barcleona, unnu gríðarlega vel saman á sitthvorum kantinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner