Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth kaupir Huijsen á næstu dögum
Mynd: EPA
Félagaskiptum spænsk-hollenska varnarmannsins Dean Huijsen til Bournemouth er svo gott sem lokið eftir að Juventus samþykkti kauptilboð frá úrvalsdeildarfélaginu.

Bournemouth borgar 18 milljónir evra fyrir Huijsen og heldur Juventus hluta af endursölurétti leikmannsins.

Huijsen er ekki nema 19 ára gamall og lék hann á láni hjá AS Roma á seinni hluta síðustu leiktíðar. Hann stóð sig vel þar og vakti mikla athygli á sér, þar sem Liverpool, Newcastle og Stuttgart voru meðal áhugasamra félaga í sumar.

Bournemouth hefur þó tekist að vinna kapphlaupið og verður spennandi að fylgjast með byrjunarliðsbaráttunni í hjarta varnarinnar eftir komu hans til félagsins, þar sem Ilya Zabarnyi og Marcos Senesi eru með byrjunarliðsstöðurnar sem stendur.

Juve ákvað að selja Huijsen vegna þess að félaginu vantar pening til að styrkja leikmannahópinn. Félagið mun nota peninginn fyrir Huijsen til að hjálpa til við að fjármagna kaup á Jean-Clair Todibo frá OGC Nice.

Huijsen er teknískur og sókndjarfur miðvörður sem gerðist þó nokkrum sinnum sekur um slæm varnarmistök hjá Roma í vor.

Hann lék 18 leiki fyrir yngri landslið Hollands áður en hann skipti yfir til Spánar til að spila fyrir U21 landsliðið þar, verandi með tvöfalt ríkisfang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner