Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fös 26. júlí 2024 10:44
Elvar Geir Magnússon
Lífið leikur við Jones sem gæti ekki verið ánægðari með Slot
Curtis Jones leikmaður Liverpool brosti út að eyrum á fréttamannafundi.
Curtis Jones leikmaður Liverpool brosti út að eyrum á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool er í æfingaferð í Bandaríkjunum og það geislaði af miðjumanninum Curtis Jones þegar hann ræddi við fjölmiðla. Þessi 23 ára leikmaður er ánægður með að byrja með hreint lak hjá nýja stjóranum Arne Slot og stefnir á að vera í stóru hlutverki.

Utan vallar eru líka spennandi tímar hjá leikmanninum en hann og kærasta hans Saffie eiga von á stúlku, þeirra fyrsta barni.

„Arne er ótrúlegur. Ég hef örugglega aldrei verið eins ánægður á ferlinum. Leikstíllinn hans passar vel fyrir okkur og hópinn. Það er skýr áætlun. Hann tekur virkan þátt í æfingum og þjálfar mikið, hann leggur mikla áherslu á smáatriði," segir Jones.

„Áherslurnar eru þær sömu en nú líður mér eins og miðjumennirnir eigi núna að vera hjarta liðsins. Þegar kemur að uppspilinu og vera með boltann. Áður fannst mér við þurfa að drífa okkur að koma boltanum á liðsfélagana á vængjunum eða frammi. Hjá miðjumönnunum snérist þetta meira um aga og hlaup."

Jones er ákveðinn í að koma öflugur til leiks og tók tíu daga af sumarfríinu sínu í einstaklingsæfingar í Los Angeles. Þar hitti hann Steven Gerrard og fékk ráðleggingar um hvernig hann gæti tekið ferilinn upp á næsta stig.

Pælir mikið í LeBron James
Milli æfinga í sumar hefur hann brugðið sér í hlutverk ljósmyndara fyrir Saffie, sem er áhrifavaldur, og þá fór hann á æfingaleik með körfuboltaliðinu LA Lakers og spjallaði við LeBron James.

„Ég pæli mikið í fremstu íþróttamönnum heims. Ég hef hlustað á marga hlaðvarpsþætti um hann; hvernig hann undirbýr sig fyrir leiki, hversu faglegur hann er, hversu miklum tíma hann varir í líkamsræktarsalnum. Hann er einn af þeim bestu í því sem hann gerir og það var gaman að sjá hann spila," segir Jones.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner