Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 26. júlí 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bologna bíður eftir svari frá Hummels
Mynd: EPA

Bologna vonast til að fá þýska miðvörðinn Mats Hummels í sumar.


Hummels er án félags eftir að samningur hans við Dortmund rann út í sumar.

Claudio Fenucci, forseti Bologna staðfesti að félagið sé að bíða eftir svari frá Þjóðverjanum.

Ítalska félagið hefur þegar bókað læknisskoðun fyrir leikmanninn.

Hummels er orðinn 35 ára gamall en hann er uppalinn hjá Bayern. Hann hefur flakkað á milli Bayern og Dortmund en nú er útlit fyrir að hann færi sig um set.


Athugasemdir
banner
banner
banner