Bjarni Guðjónsson var skiljanlega ánægður með 1-0 sigur á FH í stórleik 3. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld.
Pálmi rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.
Hann segir gæðin ekki hafa verið mjög mikil en var ánægður með baráttuna í sínu liði.
Pálmi rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.
Hann segir gæðin ekki hafa verið mjög mikil en var ánægður með baráttuna í sínu liði.
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 FH
„Þetta var típískur maí leikur, það var mikil barátta og vellirnir eru misjafnir, þá koma gæðin í minna magni en gerist öllu jöfnu."
„Mér fannst við vera yfir í baráttunni allan leikinn þannig ég er heild yfir mjög ánægður með leikinn."
Leikurinn var við það að leysast upp í slagsmál oftar en einu inni. Bjarni segir það alltaf vera vafasama dóma en hann vill að það verði tekið eins á því hjá öllum.
„Það eru alltaf dómar vafasamir en það er lítið gert í því eftir á. Það sem mér finnst vanta er einhver lína sem hægt er að fara eftir og dæma eins. Við náum því ekki einu sinni í einn leik, hvað þá yfir sumarið."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir