Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals var að vonum sáttur við 1-2 sigur á Keflvíkingum á þeirra heimavelli í Pepsi deild karla nú í kvöld.
„Við fórum í þennan leik bara með það í huga að vera á tánum og láta finna fyrir okkur. Við gerðum það svo sannarlega," sagði Haukur í samtali við Fótbolta.net
„Við fórum í þennan leik bara með það í huga að vera á tánum og láta finna fyrir okkur. Við gerðum það svo sannarlega," sagði Haukur í samtali við Fótbolta.net
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 2 Valur
Valsmenn fengu vafasamt víti undir lok fyrri hálfleiks þar sem ýtt var í bakið á Hauki Pál
„Fyrir mér er þetta bara að boltinn er að koma og mér finnst hann vera að stefna á mig, í þessu færi þá set ég hann bara inn og Gunni flautar víti á þetta, ég svosem get sagt að ég vill fá víti á þetta en væri eflaust mjög ósáttur ef ég fengi svona víti dæmt á mig. Það var hrinding, það er klárt."
„Við ætlum bara að halda áfram að safna stigum, það hefur gengið ágætlega hingað til og við ætlum bara að reyna að halda áfram," sagði Haukur að lokum.
Athugasemdir