Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 14. júlí 2015 13:00
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11 í Pepsi-deild karla
Jacob Schoop hefur verið frábær.
Jacob Schoop hefur verið frábær.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Böðvar Böðvarsson hefur átt afar gott tímabil með toppliði FH.
Böðvar Böðvarsson hefur átt afar gott tímabil með toppliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild karla er hálfnuð en 11. umferðinni lauk í gær. Hér að neðan má sjá úrvalslið umferða 1-11 að mati Fótbolta.net.



Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Án nokkurs vafa besti markvörður Pepsi-deildarinnar í sumar. Fékk talsverða gagnrýni í fyrra en hefur verið frábær í rammanum í sumar, kominn með nýjan samning og endurheimti landsliðssætið.

Böðvar Böðvarsson - FH
Hefur verið öryggið uppmálað fyrir FH á tímabilinu í vinstri bakverði en við hendum honum í hægri bakvörðinn.

Thomas Guldborg Christensen - Valur
Nákvæmlega leikmaðurinn sem Valsmönnum vantaði. Eftir að hann kom hefur varnarleikurinn heldur betur smollið saman og hann og Orri Sigurður Ómarsson hafa verið flottir.

Damir Muminovic - Breiðablik
Heldur áfram að taka réttu skrefin á sínum ferli og verður betri með hverju árinu. Gefur ekkert eftir í öftustu línu.

Kristinn Jónsson - Breiðablik
Forréttindi fyrir Blika að vera með Kristinn Jónsson sem er ótrúlega banvænt vopn í sóknarleiknum auk þess að standa vaktina varnarlega vel.

Oliver Sigurjónsson - Breiðablik
Sjálfstraustið er í botni og Oliver hefur verið frábær á tímabilinu. Vinnur ótrúlega mikilvæga vinnu á miðjunni.

Jacob Schoop - KR
Einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað í deildinni undanfarin ár. Stór ástæða fyrir góðri spilamennsku KR sem tekur þátt í titilbaráttunni af fullum krafti.

Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Einn besti leikmaður mótsins án nokkurs vafa. Ótrúlega mikilvægur hlekkur í Valsliðinu og áskrifandi að sæti í úrvalsliði umferðarinnar.

Þórir Guðjónsson - Fjölnir
Stórhættulegur í sóknarleik Grafarvogsliðsins sem byrjaði mótið af gríðarlegu krafti. Er fulltrúi Fjölnis í liðinu.

Atli Guðnason - FH
Líklegur í næstu seríu af Goðsögnum efstu deildar. Hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar í mörg ár og er þar enn.

Patrick Pedersen - Valur
Einn besti sóknarmaður deildarinnar enda sá markahæsti.

Varamenn:
Gunnar Nielsen - Stjarnan
Skúli Jón Friðgeirsson - KR
Bjarni Ólafur Eiríksson - Valur
Davíð Þór Viðarsson - FH
Emil Pálsson - Fjölnir/FH
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik
Sören Frederiksen - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner