Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 16. janúar 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Skrifaði undir fjögurra ára samning við Val.
Skrifaði undir fjögurra ára samning við Val.
Mynd: Valur
Ég er mjög sáttur við tímabilið 2023 í KR
Ég er mjög sáttur við tímabilið 2023 í KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob á að baki sjö leiki fyrir U21 landsliðið.
Jakob á að baki sjö leiki fyrir U21 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom upp að við Venezia vildum fara í sitthvora áttina, selja mig frá félaginu. Valur var með mesta áhugann og sýndi mest af öðrum klúbbum að þeir vildu fá mig. Mér fannst þetta besti kosturinn fyrir mig að fara til á þessum tíma," sagði Jakob Franz Pálsson.

Dvöl hans hjá ítalska félaginu er því lokið eftir þremur árum eftir að hann fór fyrst þangað frá Þór á láni.

„Það var möguleiki að fara á láni í 3. deildina meðfram því að æfa með þeim. Það endaði á því að taka of langan tíma og ég vildi prófa eitthvað nýtt."

„Mér líður mjög vel að vera kominn í Val. Ég er búinn að æfa smá með þeim núna, bíð eftir leikheimild til að geta fengið að spila. Ég er mjög spenntur."

„Ég vil reyna komast sem lengst, spila góðan fótbolta og fá sem mest út úr þessu tímabili."


Valur vildi mest fá Jakob, en var hann nálægt því að fara aftur í KR þar sem hann spilaði á síðasta tímabili?

„Við vorum búnir að tala við KR á fullu, ég naut mín mjög mikið með KR, mjög góðir strákar og frábær aðstaða þar. Ég var auðvitað að tala við þá líka, en það var meiri áhugi frá Val og ég endaði þar.

„Ég er mjög sáttur við tímabilið 2023 í KR. Það var aðeins í lokin sem ég var ekki alveg nógu sáttur með, en heilt yfir mjög sáttur."


Í hvaða hlutverk er Jakob fenginn hjá Val?

„Þeir eru að skoða mig sem hafsent eða bakvörð og get líka leyst aðrar stöður sem vantar í. Í dag er hægri bakvörðurinn mín uppáhaldsstaða. Ég hef alltaf verið mikill bakvörður, en mér fannst líka gaman á síðasta tímabili sem hafsent, er búinn að bæta þeirri stöðu við hjá mér."

„Ég var bara í hafsent í fyrra, var að fíla það mjög vel. Það var fínt að prófa eitthvað nýtt og stóð mig ágætlega fannst mér. Mér finnst skemmtilegra að sækja, en mér fannst samt mjög gaman í hafsentnum. Ég hef verið í hægri bakverði í yngri landsliðunum. Ég prófaði hafsentinn í fyrsta skiptið með U21 hjá Davíð og er kominn með báðar stöður núna."


Hvernig er að vera ekki lengur leikmaður Venezia?

„Það er skrítið en fínt að prófa eitthvað nýtt og sjá hvað gerist. Það er skrítið að þurfa ekki lengur að læra ítölskuna," sagði Jakob og brosti.

„Þessi tími var mjög góður, ég er mjög sáttur og kynntist mjög mikið af skemmtilegu fólki sem munu verða vinir mínir næstu árin. Já, algjörlega, ég myndi mæla með því fyrir unga leikmenn að fara til Ítalíu. Þetta var mjög gaman og skemmtileg reynsla," sagði Jakob sem á mest eftir að sakna matarins á Ítalíu.

Það er atvinnumannastemning hjá Val.

„Við mætum snemma, morgunæfingar og almennilega tekið á því. Hópurinn er flottur og við erum að gera okkur tilbúna fyrir tímabilið."

„Já, ég frétti af því að Birkir Már yrði áfram sem er geggjað, flott samkeppni og líka mjög mikil reynsla í honum sem ég get lært af."


Jakob er þriðji Þórsarinn í leikmannahópi Vals. Fyrir voru Birkir Heimisson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson.

„Það er geggjað, búinn að tala helling við Bjarna síðustu daga og frábært að hafa þá."
Athugasemdir
banner