Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli.
Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Wales
„Ótrúlega gott að fá þrjú stig. Það er mikilvægt í þessum fyrsta leik í riðlinum." Sagði Guðrún Arnardóttir leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.
„Okkur líður rosalega vel að verjast og mér fannst við gera það vel. Mér fannst þær ekki skapa neitt þó þær hafi verið aðeins meira með boltann þannig að mér fannst það alveg ganga vel."
Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og gaf örfá færi á sér og þar fór fyrirliðin Glódís Perla Viggósdóttir fremst í flokki.
„Hún er nátturlega frábær hún Glódís og er algjör leiðtogi og gerir leikmenn í kringum sig betri þannig það er nátturlega frábært að hafa hana inni á vellinum og ég held að allir leikmenn njóti góðs af því."
Aðspurð um hvað skildi liðin af svaraði Guðrún því að föstu leikatriði Íslenska liðsins væri mikill styrkur.
„Þetta fasta leikatriði eiginlega. Við vorum kannski ekki heldur að skapa neitt mikið þá er gott að við séum stekari í föstum leikatriðum."
Nánar er rætt við Guðrúni Arnardóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þýskaland | 6 | 4 | 1 | 1 | 14 - 3 | +11 | 13 |
2. Danmörk | 6 | 4 | 0 | 2 | 10 - 6 | +4 | 12 |
3. Ísland | 6 | 3 | 0 | 3 | 4 - 8 | -4 | 9 |
4. Wales | 6 | 0 | 1 | 5 | 4 - 15 | -11 | 1 |