Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fös 22. september 2023 21:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Guðrún: Allir njóta góðs af því að hafa hana inná
Guðrún Arnardóttir í leiknum í kvöld
Guðrún Arnardóttir í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli. 

Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Ótrúlega gott að fá þrjú stig. Það er mikilvægt í þessum fyrsta leik í riðlinum." Sagði Guðrún Arnardóttir leikmaður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld.

„Okkur líður rosalega vel að verjast og mér fannst við gera það vel. Mér fannst þær ekki skapa neitt þó þær hafi verið aðeins meira með boltann þannig að mér fannst það alveg ganga vel." 

Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og gaf örfá færi á sér og þar fór fyrirliðin Glódís Perla Viggósdóttir fremst í flokki. 

„Hún er nátturlega frábær hún Glódís og er algjör leiðtogi og gerir leikmenn í kringum sig betri þannig það er nátturlega frábært að hafa hana inni á vellinum og ég held að allir leikmenn njóti góðs af því." 

Aðspurð um hvað skildi liðin af svaraði Guðrún því að föstu leikatriði Íslenska liðsins væri mikill styrkur.

„Þetta fasta leikatriði eiginlega. Við vorum kannski ekki heldur að skapa neitt mikið þá er gott að við séum stekari í föstum leikatriðum."

Nánar er rætt við Guðrúni Arnardóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner