Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. febrúar 2021 11:05
Elvar Geir Magnússon
Í beinni 12:00 - Dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar
Mynd: Getty Images
Fjögur bresk lið eru í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar klukkan 12:00 í dag. Fótbolti.net fylgist með í beinni textalýsingu hér að neðan.

Liðin gætu mæst innbyrðis þar sem drátturinn verður algjörlega opinn og lið frá sama landi geta mæst.

Tottenham Hotspur, Manchester United, Arsenal og Rangers komust í gegnum 32-liða úrslitin en Leicester City tapaði gegn Slavia Prag.

16-liða úrslitin verða leikin 11. og 18. mars.

Liðin í pottinum: Tottenham, Ajax, Arsenal, Granada, Rangers, Shakhtar Donetsk, Molde, Villarreal, Young Boys, Dynamo Kiev, Dinamo Zagreb, Slavia Prag, Manchester United, AC Milan, Olympiakos og Roma.
12:22
Segjum þessari textalýsingu lokið

GÓÐA HELGI!

Eyða Breyta
12:20


Eyða Breyta
12:19
GRANADA - MOLDE

Tvö lið sem hafa aldrei komist svona langt.

Eyða Breyta
12:19
SLAVIA PRAG - RANGERS

Gerrard og lærisveinar mæta tékkneska liðinu.

Eyða Breyta
12:18



Eyða Breyta
12:17
MANCHESTER UNITED - AC MILAN

Eyða Breyta
12:16
DINAMO ZAGREB - TOTTENHAM

Mourinho til Zagreb.

Eyða Breyta
12:15
OLYMPIAKOS - ARSENAL

Arsenal fer til Grikklands. Drátturinn er hálfnaður.

Eyða Breyta
12:14
ROMA - SHAKTAR DONETSK

Eyða Breyta
12:13
Hakan Yakin á í vandræðum með að opna kúlurnar en þetta er allt að takast...

DYNAMO KIEV - VILLARREAL

Eyða Breyta
12:13
Fyrsta viðureignin úr pottinum:

AJAX - YOUNG BOYS

Eyða Breyta
12:12
Jæja þá er allt klárt fyrir dráttinn! Leiðinlegar fréttir að Giorgio Marchetti er í fríi og kemur ekki nálægt drættinum að þessu sinni. Eins og allir vita er Marchetti bestur í Evrópu að draga, og þó víðar væri leitað.

Eyða Breyta
12:10


Hakan Yakin, fyrrum landsliðsmaður Sviss og fyrrum leikmaður með Basel, Young Boys og fleiri liðum, er gestur dagsins og aðstoðar við dráttinn.

Vegna Covid er ekki verið að sækja vatnið yfir lækinn. Yakin býr væntanlega í næstu götu við höfuðstöðvar UEFA.

Eyða Breyta
12:06
UEFA kann að hafa þetta formlegt. Ræðuhöld standa yfir. Hamingjuóskum kastað hingað og þangað.

Eyða Breyta
12:04
Athöfnin er farin af stað. Þetta byrjar á að sýnt er myndband með bestu tilþrifunum úr Evrópudeildinni hingað til. Dramatísk tónlist og allur pakkinn. Eru ekki allir með gæsahúð?

Eyða Breyta
12:03
Hægt er að horfa á dráttinn í beinni á heimasíðu UEFA:

Hér er tengill á útsendinguna

Eyða Breyta
11:59
Athöfnin fer að hefjast í Nyon í Sviss. Lið frá sama landi gætu mæst innbyrðis þar sem drátturinn verður algjörlega opinn.

Eyða Breyta
11:55


Eyða Breyta
11:52


Eyða Breyta
11:48
Veðmálafenið

Samkvæmt veðbönkum er Manchester United talið sigurstranglegasta liðið núna. Hér má sjá stuðla úr ótilgreindum veðbanka:

Manchester United 11/4
Tottenham 11/2
Villarreal 13/1
Arsenal 13/2
Ajax 7/1
Roma 9/1
AC Milan 10/1
Granada 20/1
Rangers 22/1
Shakhtar Donetsk 22/1
Olympiacos 33/1
Slavia Prag 40/1
Young Boys 40/1
Dynamo Kiev 50/1
Dinamo Zagreb 100/1
Molde 250/1

Eyða Breyta
11:46
Punktið í dagbókina:

16-liða úrslitin verða leikin 11. og 18. mars.

8-liða úrslitin verða spiluð 8. og 15. apríl. Undanúrslitin verða spiluð 29. apríl og 6. maí.

Úrslitaleikurinn fer fram í Gdansk í Póllandi þann 26. maí.

Eyða Breyta
11:31


Eyða Breyta
11:24


Tomas Soucek er í miklum metum hjá Slavia Prag en leikmenn liðsins hringdu í Tékkann á FaceTime eftir að hafa slegið út Leicester og fögnuðu með honum. Þar má sjá Soucek fagnandi í treyju Slavia Prag.

Lestu nánar um málið

Eyða Breyta
11:18


Shola Shoretire varð í gær yngsti leikmaður til að spila Evrópuleik fyrir Manchester United, hann bætti met Norman Whiteside.

Lestu nánar um málið

Eyða Breyta
11:15
Liðin sem eru í pottinum og hvernig þau komust úr 32-liða úrslitunum:

Tottenham (vann Wolfsberger 8-1)

Ajax (vann Lille 4-2)

Arsenal (vann Benfica 4-3)

Granada (vann Napoli 3-2)

Rangers (vann Royal Antwerp 9-5)

Shakhtar Donetsk (vann Maccabi Tel-Aviv 3-0)

Molde (vann Hoffenheim 5-3)

Villarreal (vann Red Bull Salzburg 4-1)

Young Boys (vann Bayer Leverkusen 6-3)

Dynamo Kiev (vann Club Bruges 2-1)

Dinamo Zagreb (vann Krasnodar 4-2)

Slavia Prag (vann Leicester 2-0)

Manchester United (vann Real Sociedad 4-0)

AC Milan (vann Rauðu sjörnuna á útivallarmörkum, 3-3)

Olympiakos (vann PSV 5-4)

Roma (vann Braga 5-1)

Eyða Breyta
11:10
Það verður fylgst vel með drættinum í Noregi þar sem Molde komst í 16-liða úrslitin með því að vinna þýska liðið Hoffenheim. Gríðarlega óvænt niðurstaða úr því einvígi.



Eyða Breyta
11:09
Góðan og gleðilegan daginn

Föstudagur og allir í stuði. Það er komið að drætti í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Drátturinn fer fram í Sviss og athöfnin hefst klukkan 12:00.



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner