Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi: Myndi gjarnan vilja snúa aftur til Barcelona
Mynd: Getty Images

Það kom öllum að óvörum þegar Xavi var rekinn frá Barcelona á dögunum en hann er staðráðinn í að snúa aftur einn daginn.


Það var mikil óvissa í kringum stjórastarfið hjá Barcelona á þessu tímabili en Xavi ákvað sjálfur að hann myndi hætta eftir tímabilið. Síðar var greint frá því að eftir fund við Joan Laporte stjóra Barcelona var ákveðið að hann skyldi vera áfram.

Rétt fyrir helgi var hins vegar staðfest að hann hafi verið rekinn.

„Ég myndi gjarnan vilja snúa aftur til Barcelona einn daginn. Barcelona er mitt félag, ég hef alltaf sagt það. Ég er ekki að loka dyrunum fyrri Barcelona og þeim möguleika að snúa aftur til félagsins einn daginn," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner