Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið félagslausra leikmanna
Mynd: Daily Mail
Nýtt tímabil í stærstu deildum Evrópu fer senn að hefjast. Það má finna stór nöfn sem eru án félags eftir að samningar þeirra runnu út í sumar. Daily Mail setti saman úrvalslið 'atvinnulausra' leikmanna.

Í markinu má finna hinn 33 ára gamla David de Gea sem hefur verið félagslaus í rúmt ár, eða síðan hann yfirgaf Manchester United.

Í vörninni er Joel Matip sem yfirgaf Liverpool og er sterklega orðaður við Bayer Leverkusen og Mats Hummels sem sýndi það með Borussia Dortmund á síðasta tímabili að hann á enn heima á stóra sviðinu.

Á miðsvæðinu er meðal annars Adrien Rabiot. Mörg stór félög hafa áhuga á honum en gríðarlegar launakröfur sem Veronique móðir hans og umboðsmaður er með hafa fælandi áhrif.

Sá sem leiðir sóknarlínuna er Memphis Depay. Ótrúlega lítið heyrist af hans málum þó hann hafi byrjað alla leiki Hollands á EM.

Í þessu úrvalsliði eru margir sérstakir karakterar og alveg ljóst að það yrði spennuþrungið andrúmsloft í klefanum ef þessir menn kæmu þar saman!

Úrvalslið félagslausra leikmanna:
David de Gea
Serge Aurier
Joel Matip
Mats Hummels
Mario Hermoso
Marco Reus
Guido Rodriguez
Adrien Rabiot
Anthony Martial
Memphis Depay
Alexis Sanchez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner