Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   mán 27. maí 2019 21:41
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Verður gaman að sjá þetta í Pepsi Max-mörkunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, var svekktur eftir 4-1 tap sinna stelpna gegn Val á Origo-vellinum í kvöld.

Leiknum lauk með 4-1 sigri Vals og gerði Elín Metta Jensen þrennu í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 Selfoss

„Í fyrsta marki Vals gefum við hornspyrnu og síðan fá þær vítaspyrnu sem að ég veit ekki alveg með, mér fannst það frekar ódýrt. Á móti svona liði eigum við ekki að gefa svona aulamörk," segir Alfreð.

„Frábær frammistaða hjá mínu liði. Ég er mjög ánægður og stoltur af þeim. Þær gerðu nákvæmlega það sem var lagt upp með í þessari viku og með heppni hefðum við getað sett mark, en við gerðum ekki."

Vítaspyrnan sem að Valskonur fengu í lok fyrri hálfleiksins hefði aldrei átt að vera dæmd þar sem að Elín Metta steig á boltann.

„Ég er alveg sammála þér. Maður er alltaf að væla undan þessum dómurum en vonandi taka þær þetta fyrir í Pepsi Max-mörkunum. Það verður gaman að sjá þetta þar. Þetta eru frábærar aðstæður, frábærir leikmenn og frábær lið, þeir (dómararnir) verða bara að gera betur."

Nánar er rætt við Alfreð í myndspilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner