Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, var svekktur eftir 4-1 tap sinna stelpna gegn Val á Origo-vellinum í kvöld.
Leiknum lauk með 4-1 sigri Vals og gerði Elín Metta Jensen þrennu í leiknum.
Leiknum lauk með 4-1 sigri Vals og gerði Elín Metta Jensen þrennu í leiknum.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 Selfoss
„Í fyrsta marki Vals gefum við hornspyrnu og síðan fá þær vítaspyrnu sem að ég veit ekki alveg með, mér fannst það frekar ódýrt. Á móti svona liði eigum við ekki að gefa svona aulamörk," segir Alfreð.
„Frábær frammistaða hjá mínu liði. Ég er mjög ánægður og stoltur af þeim. Þær gerðu nákvæmlega það sem var lagt upp með í þessari viku og með heppni hefðum við getað sett mark, en við gerðum ekki."
Vítaspyrnan sem að Valskonur fengu í lok fyrri hálfleiksins hefði aldrei átt að vera dæmd þar sem að Elín Metta steig á boltann.
„Ég er alveg sammála þér. Maður er alltaf að væla undan þessum dómurum en vonandi taka þær þetta fyrir í Pepsi Max-mörkunum. Það verður gaman að sjá þetta þar. Þetta eru frábærar aðstæður, frábærir leikmenn og frábær lið, þeir (dómararnir) verða bara að gera betur."
Nánar er rætt við Alfreð í myndspilaranum hér að ofan.
Athugasemdir