Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fös 27. október 2023 22:03
Mist Rúnarsdóttir
Hildur Antons: Þorðum að halda í boltann
Hildur hafði nóg að gera í kvöld
Hildur hafði nóg að gera í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var ótrúlega svekkjandi. Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik en 0 stig,“ sagði Hildur Antonsdóttir sem átti góðan leik á miðsvæðinu hjá Íslandi í 1-0 tapi gegn Danmörku.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Danmörk

„Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel og áttum þann hálfleik. Svo komu þær kannski aðeins sterkari í seinni hálfleik en voru samt ekkert að yfirspila okkur. Við áttum fullt af sénsum líka. Að fá 0 stig úr þessu er ótrúlega svekkjandi.“

Frammistaðan í síðasta leik var mikil vonbrigði en það var allt önnur ára yfir íslenska liðinu í kvöld. Hver var munurinn?

„Við þorum að halda í boltann. Við vissum alveg að við getum það en það þarf að þora því. Mér fannst það mesti munurinn á gluggunum. Við vörðumst alveg vel í síðasta glugga en nú erum við búnar að bæta spilkaflann og við getum haldið því áfram í næsta leik,“ sagði Hildur sem segir íslenska liðið geta tekið margt jákvætt með sér úr leiknum.

„Þetta gefur okkur sjálfstraust. Ef við getum spilað á móti Danmörku svona þá getum við alveg eins spilað á móti Þýskalandi svona og haldið í boltann. Það gefur okkur trú á okkur sjálfar og þor.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Hildi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner