Ólafur Kristjánsson stýrði FH til sigurs í sínum fyrsta alvöru leik með liðið sem þjálfari. „Það er búin að vera mikil tilhlökkun og aðdragandi að þessum leik. Það er gott að koma hér, spila prýðilega og vinna," sagði Óli eftir leik.
Lestu um leikinn: Grindavík 0 - 1 FH
„Það var frumsýningartaugatitringur í byrjun, völlurinn var sérstaklega þurr og erfiður. Svo fannst mér menn takast á við það ágætlega. Við skorum frábært mark."
„Heilt yfir var þetta agaður varnarleikur, fínt flæði í spilinu og góð þrjú stig."
Undirbúningstímabilið var ekki frábært en það hefur verið stígandi í FH-liðinu.
„Það hefur verið stígandi hjá okkur á undirbúningstímabilinu. Þessir leikmenn sem voru að spila í dag voru ekki að spila mikið þá. Þessir strákar kunna flestir að vinna, þeir sem kunna ekki að vinna, þeir fá lærdóm hjá hinum."
„Þetta var góð liðsframmistaða. Það voru fáir veikir blettir á frammistöðu leikmanna."
Annars átti Óli erfitt með að skilja dómgæsluna í dag en viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























