Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 15:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide fékk „já" frá Jóa Berg
Icelandair
Hefur ennþá metnað til að spila áfram með landsliðinu.
Hefur ennþá metnað til að spila áfram með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var í síðustu viku keyptur til Al-Orobah frá Burnley. Hann er þegar búinn að spila einn leik í Sádi-Arabíu og var í dag á sínum stað í íslenska landsliðshópnum.

Jóhann Berg er 33 ára miðju- og kantmaður sem var í átta ár hjá Burnley. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins og borið fyrirliðabandið í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.

Landsliðsþjálfarinn, Age Hareide, var spurður út í félagaskipti Jóa á fréttamannafundi í dag.

„Mín fyrsta spurning var hvort hann hefði áfram metnað til að spila með Íslandi og hans svar var skýrt: „já". Við sáum á EM leikmenn koma úr deildinni í Sádi og spila með landsliðum sínum. Sumir þeirra stóðu sig nokkuð vel."

„Vonandi mun Jóhann komast að því að hann missir ekkert úr sínum leik, við munum fylgjast vel með því. Hann er mjög góður leikmaður, mikivægur fyrir okkur, vitum að hann getur spilað vel fyrir okkur og það er mikilvægt að hann sé heill heilsu og í standi,"
segir Hareide.

Jóhann Berg á að baki 93 landsleiki og hefur í þeim skorað átta mörk. Hann gæti spilað sinn annan leik með Al-Orobah í dag þegar liðið heimsækir Al-Wehda.
Athugasemdir
banner
banner
banner