Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 08:05
Elvar Geir Magnússon
Arsenal reynir að fá spænskan markvörð - Líklegt að Sancho fari til Juventus
Powerade
Joan Garcia.
Joan Garcia.
Mynd: EPA
Hvert fer Jadon Sancho?
Hvert fer Jadon Sancho?
Mynd: Getty Images
Amrabat aftur til Englands?
Amrabat aftur til Englands?
Mynd: EPA
Annað kvöld, föstudagskvöld, klukkan 22:00 mun félagaskiptaglugganum í enska boltanum vera lokað. Hér er slúðurpakki dagsins.

Arsenal reynir að fá spænska markvörðinn Joan Garcia (23) frá Espanyol þar sem enski markvörðurinn Aaron Ramsdale (26) mun ganga til liðs við Southampton fyrir 25 milljónir punda. (Athletic)

Victor Osimhen (25) ára, framherji Napoli sem er á óskalista Chelsea, hefur boðist fjögurra ára samningur við Al-Ahli í Sádi-Arabíu að verðmæti 25 milljónir punda á ári. (Sky Sports)

Enski kantmaðurinn Jadon Sancho (24) mun væntanlega fara til Juventus frá Manchester United á lánssamningi með kaupskyldu. (RMC Sport)

Sancho vill frekar ganga til liðs við Chelsea en Juventus og bíður eftir tilboði frá þeim bláu. (Guardian)

Aston Villa mun reyna að fá Tammy Abraham (26), framherja Roma, ef Jhon Duran (20) yfirgefur félagið. (Football Insider)

Crystal Palace hefur samið við Wolfsburg um franska varnarmanninn Maxence Lacroix (24). Hann á að fylla skarð Joachim Andersen (28) ára sem er genginn í raðir Fulham. (Sky Sports)

Liverpool hefur hafnað tilboði frá Bayer Leverkusen í enska miðjumanninn Tyler Morton (21). (Sky Sports)

Newcastle United vill fá James Trafford (21) markvörð Burnley. (Football Insider)

Everton hefur sent Fiorentina fyrirspurn um kaup á miðjumanninum Sofyan Amrabat (28) sem var á láni hjá Manchester United á síðustu leiktíð. (Talksport)

Wilfried Zaha (31), framherji Galatasaray og Fílabeinsstrandarinnar, snýr ekki aftur í ensku úrvalsdeildina vegna skattamála. Crystal Palace var á meðal þeirra félaga sem höfðu áhuga á að fá hann en hann er fyrrrum leikmaður félagsins. (Standard)

Hægri bakvörðurinn Issa Kabore (23) er á leið til Benfica á lánssamningi frá Manchester City. (Sky Sports)

Fulham hefur áhuga á að fá Ernest Nuamah (20), ganverskan kantmann Lyon. (Athletic)

Á sama tíma er svissneski varnarmaðurinn Kevin Mbabu (29) að ganga til liðs við danska meistaraliðið FC Midtjylland frá Fulham. (Standard)

Daniel Podence (28) kantmaður Wolves er nálægt því að ganga til liðs við Al-Shabab í atvinnumannadeildinni í Sádi-Arabíu. (Rudy Galetti)

Nottingham Forest hefur hafnað nokkrum lánstilboðum í bandaríska markvörðinn Matt Turner (30) þar sem félagið vill frekar selja hann alfarið. (ESPN)

West Bromwich Albion og Burnley vilja bæði fá Mikey Johnston (25), kantmann Celtic, sem var hluta síðasta tímabils á láni hjá West Brom. (Express & Star)
Athugasemdir
banner