Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 12:22
Elvar Geir Magnússon
Einn nýliði í fyrsta hóp Heimis - Spilað gegn Englandi
Kasey McAteer er eini nýliðinn í hópnum.
Kasey McAteer er eini nýliðinn í hópnum.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari Írlands, fyrir leiki gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni.

Kasey McAteer er eini nýliðinn í hópnum en hann er kominn með grænt ljós frá FIFA og má spila fyrir Írland. McAteer fæddist á Englandi fyrir 22 árum.

Hann er vængmaður sem spilar fyrir Leicester og skoraði sex mörk í 23 leikjum þegar liðið komst upp úr Championhip-deildinni á síðasta tímabili. Hann hefur komið af bekknum í tveimur fyrstu leikjum Leicester í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Sóknarmaðurinn Evan Ferguson hjá Brighton er í hópnum þrátt fyrir að hafa misst af fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar vegna ökklameiðsla.

Heimir og lærisveinar mæta Englandi 7. september og svo Grikklandi þremur dögum síðar. Báðir leikirnir eru á Aviva leikvangnum.


Írski hópurinn:

Markverðir: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City).

Varnarmenn: Séamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End).

Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City).

Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Athugasemdir
banner
banner