Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 29. ágúst 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Manor Solomon kominn til Leeds (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Tottenham
Leeds United er búið að krækja í ísraelska kantmanninn Manor Solomon á lánssamningi út tímabilið.

Solomon er 25 ára gamall og hefur ekki tekist að finna taktinn með Tottenham í enska boltanum.

Hann hreif upprunalega þegar hann kom til Fulham á láni frá Shakhtar Donetsk eftir að Rússland réðst fyrst inn í Úkraínu. Tottenham ákvað að krækja sér í leikmanninn en hann hefur glímt við meiðslavandræði og ekki fengið mikið af tækifærum undir stjórn Ange Postecoglou.

Hann fær því að reyna fyrir sér á láni í Championship deildinni með Leeds sem stefnir á að vera með í toppbaráttunni á seinni hluta leiktíðar.

Solomon hefur skorað 7 mörk í 37 landsleikjum fyrir Ísrael.


Athugasemdir
banner