Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marcos Alonso semur við Celta (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Marcos Alonso hefur gert eins árs samning við spænska félagið Celta Vigo eftir að samningur hans við Barcelona rann út í sumar.

Alonso er 33 ára gamall og var meðal annars orðaður við Manchester United í sumar en hann kaus að vera áfram í spænska boltanum þar sem hann gat valið úr hinum ýmsu tilboðum.

Alonso er uppalinn hjá Real Madrid en hann gerði garðinn frægan hjá Chelsea áður en hann skipti til Barcelona fyrir tveimur árum síðan.

Hann spilaði 37 leiki á fyrsta tímabilinu hjá Barca en missti svo sæti sitt í liðinu á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner