Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton búið að selja Carlos Alcaraz (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Southampton er búið að selja Carlos 'Charly' Alcaraz til Flamengo í Brasilíu fyrir um 15 milljónir punda.

Alcaraz þykir afar efnilegur miðjumaður en hann er 21 árs gamall og gerði fína hluti hjá Southampton áður en hann fór til Juventus á lánssamningi í síðasta vetrarglugga, með 50 milljón evra kaupmöguleika.

Juve kaus gegn því að festa kaup á Alcaraz, sem fékk ekki mikinn spiltíma á lánssamningnum, og hélt Argentínumaðurinn efnilegi því aftur til Englands í sumar.

Alcaraz var ekki spenntur fyrir að vera áfram á Englandi og er sagður hafa verið himinlifandi þegar Flamengo og Southampton náðu samkomulagi um kaupverð.

Alcaraz gerir fimm ára samning við Flamengo.


Athugasemdir
banner
banner
banner