Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 11:35
Elvar Geir Magnússon
Trippier leggur landsliðsskóna á hilluna (Staðfest)
Trippier í landsleik Englands og Íslands fyrr á árinu.
Trippier í landsleik Englands og Íslands fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski bakvörðurinn Kieran Trippier hefur tilkynnt það á Instagram að hann sé hættur að leika fyrir landsliðið.

„Ég bjóst aldrei við því sem ungur drengur frá Bury að ég myndi spila fyrir þjóð mína, hvað þá að ég myndi ná 54 landsleikjum. Það hefur verið einn mesti heiður lífs míns að spila fyrir England á fjórum stórmótum," skrifar Trippier.

Hann þakkar starfsliði enska landsliðsins, samherjum sínum og stuðningsmönnum.

„Við höfum átt góðar stundir, komist tvisvar í úrslitaleik EM og í undanúrslit á HM. Ég trúi því að í framtíðinni vinni þessi hópur stórmót."

Trippier er 33 ára hægri bakvörður sem spilar fyrir Newcastle. Hann hóf að spila fyrir enska landsliðið 2017 og lék alls 54 leiki og skoraði eitt mark.

Hann er fyrrum leikmaður Burnley, Tottenham og Atletico Madrid en hann lék í sex leikjum fyrir England á EM í Þýskalandi í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner