Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 29. ágúst 2024 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Independent 
Vesen í riðli Íslands - heimavöllur Svartfjallalands óleikhæfur að mati UEFA
Völlurinn í Podgorica  er óleikhæfur.
Völlurinn í Podgorica er óleikhæfur.
Mynd: EPA
Craig Bellamy þjálfar welska landsliðið.
Craig Bellamy þjálfar welska landsliðið.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur úrskurðað að heimavöllur Svartfjallalands í Podgorica sé óleikhæfur og því þurfi að færa komandi heimaleik á mikið minni völl.

Svartfjallaland er með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni og mætir okkar mönnum á Laugardalsvelli í byrjun september og svo ytra í nóvember.

UEFA sendi fulltrúa til Podgorica á sunnudaginn til að taka út völlinn sem var í afar slæmu ástandi, mjög þurr og á stórum köflum var ekkert gras. Áður hafði hann verið úrskurðaður óleikhæfur í Sambandsdeildinni fyrr í ágúst.

Hinn leikurinn hjá liðinu núna í september er heimaleikur gegn Wales og eftir niðurstöðu UEFA er ljóst að leikurinn verður spilaður á heimavelli FK Sutjeska sem tekur bara 5000 í sæti vanalega. Þó er ljóst að mun færri geta farið á leikinn því UEFA setur öryggiskröfur sem fækkar sætum eitthvað.

Svartfjallaland varð sjálfstætt ríki árið 2007 og gekk þá inn í UEFA og FIFA. Þetta verður í fyrsta sinn sem liðið spilar á þessum velli Sudjeska. Þó hafa kvennalið þjóðarinnar og U21 spilað þar.

Völlurinn er 53 kílómetrum frá Podgorica svo ljóst er að það mun hafa einhver óþægindi í för með sér fyrir stuðningsmenn en 700 stuðningsmenn fylgja welska liðinu eftir í leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner