Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   sun 30. maí 2021 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Óli Stígs: Daði gerði gott tilkall til að fá kallið næst
Ólafur Ingi Stígsson annar þjálfara Fylkis.
Ólafur Ingi Stígsson annar þjálfara Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ólafur Ingi Stígsson annar þjálfara Fylkis var svekktur eftir að liðið gerði 1 - 1 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Stjarnan

„Já, ég er það," sagði hann við Fótbolta.net eftir leik. „Sérstaklega eftir hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist. Að vísu byrjuðum við leikinn ekki alveg nógu vel og vorum svolítið passívir sóknarlega. Héldum boltanum ágætlega en vantaði að klára sóknirnar betur," hélt hann áfram.

„Mér fannst við koma vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn en vorum heillengi að bíða eftir markinu. Fengum fínar stöður og vorum óheppnir með skot og svo framvegis. Það er kærkomið þegar það kom loksins og mér fannst við geta fengið þrjú stig og fengum færin til þess."

Það mátti heyra á Þorvaldi Örlygssyni að hann vildi fá harðari dóm þegar Djari Parfitt-Williams fék áminningu fyrir sniðglímu á lofti gegn Heiðari Ægissyni. En hvað fannst Óla, var Djair heppinn að fá ekki rautt?

„Ég sá það bara ekki alveg nógu vel. Þetta var eitthvað klafs sem ég sá ekki nógu vel og get ekki sagt til um það, ég þarf að sjá þetta."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar stöðuna á Arnóri Borg Guðjohnsen og Degi Dan Þórhallssyni og svarar einnig spurningu um afhverju Daði Ólafsson fær ekki að spila meira.

„Daði er einn af hópnum og það eru fleiri sem vilja fá að spila að sjálfsögðu. Daði kom mjög sterkur inn í þennan leik og gerði gott tilkall til að fá kallið í næsta leik. Við förum inn í Íslandsmótið saman sem lið og stefnum í sömu átt."
Athugasemdir
banner
banner
banner