Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   sun 30. maí 2021 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Óli Stígs: Daði gerði gott tilkall til að fá kallið næst
Ólafur Ingi Stígsson annar þjálfara Fylkis.
Ólafur Ingi Stígsson annar þjálfara Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ólafur Ingi Stígsson annar þjálfara Fylkis var svekktur eftir að liðið gerði 1 - 1 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Stjarnan

„Já, ég er það," sagði hann við Fótbolta.net eftir leik. „Sérstaklega eftir hvernig seinni hálfleikurinn þróaðist. Að vísu byrjuðum við leikinn ekki alveg nógu vel og vorum svolítið passívir sóknarlega. Héldum boltanum ágætlega en vantaði að klára sóknirnar betur," hélt hann áfram.

„Mér fannst við koma vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn en vorum heillengi að bíða eftir markinu. Fengum fínar stöður og vorum óheppnir með skot og svo framvegis. Það er kærkomið þegar það kom loksins og mér fannst við geta fengið þrjú stig og fengum færin til þess."

Það mátti heyra á Þorvaldi Örlygssyni að hann vildi fá harðari dóm þegar Djari Parfitt-Williams fék áminningu fyrir sniðglímu á lofti gegn Heiðari Ægissyni. En hvað fannst Óla, var Djair heppinn að fá ekki rautt?

„Ég sá það bara ekki alveg nógu vel. Þetta var eitthvað klafs sem ég sá ekki nógu vel og get ekki sagt til um það, ég þarf að sjá þetta."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar stöðuna á Arnóri Borg Guðjohnsen og Degi Dan Þórhallssyni og svarar einnig spurningu um afhverju Daði Ólafsson fær ekki að spila meira.

„Daði er einn af hópnum og það eru fleiri sem vilja fá að spila að sjálfsögðu. Daði kom mjög sterkur inn í þennan leik og gerði gott tilkall til að fá kallið í næsta leik. Við förum inn í Íslandsmótið saman sem lið og stefnum í sömu átt."
Athugasemdir
banner
banner