Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Freysi eftir sigur á toppliðinu: Sýndum mikla samheldni
Freyr Alexandersson þjálfari Kotrijk.
Freyr Alexandersson þjálfari Kotrijk.
Mynd: Getty Images
Kortrijk stöðvaði fimm leikja hrinu án sigurs með sigri á toppliði Genk í belgísku deildinni um helgina. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk og Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark liðsins.

Genk komst yfir snemma leiks en Kortrijk náði að svara með tveimur mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat, 2-1 sigur Kortrijk staðreynd.

Kortrijk hafði tapað 3-0 gegn Union SG í umferðinni á undan.

„Fyrir leikinn ræddum við um fyrstu 15-20 mínúturnar og hvað það væri mikilvægt að byrja leikinn vel. Svo lendum við undir (á sjöttu mínútu) þegar boltinn breytir um stefnu. Að lenda í því en sýna síðan þennan karakter, vá!" sagði Freyr við belgíska fjölmiðla eftir leik.

„Leikmenn sýndu hugrekki og mikla samheldni. Heimavöllurinn gefur okkur mikla orku og við stigum rækilega upp eftir vonbrigðin í umferðinni á undan."

Skiljanlega var topplið Genk talsvert meira með boltann í leiknum.

„Þú þarft að þjást á erfiðum köflum í fótbolta. Hefði ég viljað sjá okkur halda meira í boltann? Já. En fengum við nóg af færum til að skora 3-1? Já líka."
Athugasemdir
banner
banner