Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 07. október 2024 00:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 25. umferð - Að vera með hugmyndaflug í þetta
Andri Rúnar Barnason (Vestri)
Andri Rúnar er að berjast fyrir félagið sitt.
Andri Rúnar er að berjast fyrir félagið sitt.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu og átti stoðsendingu að auki þegar Vestri vann 4-2 sigur gegn Fram í gær og styrkti stöðu sína í baráttunni um að forðast fall úr Bestu deildinni. Andri Rúnar er Sterkasti leikmaður 25. umferðar.

Andri Rúnar hefur verið magnaður í úrslitakeppninni og skorað í öllum þremur leikjunum. Vestri er nú þremur stigum fyrir ofan fallsætin en HK og Fylkir sem eru neðst gerðu jafntefli.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

„Já hann var stórkostlegur í dag og bara sést líka í marki númer tvö að hann er fullur sjálfstrausts og um leið og Andri byrjar að skora þá hættir hann því ekki og bara ofboðslega góð frammistaða frá honum og sýnir líka að þetta er félagið hans, hann er að berjast fyrir félagið sitt og hann leiddi svolítið vagninn hjá okkur í dag,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir leikinn í gær.

Mörkin má sjá hér að neðan en annað mark Andra hefur vakið sérstaka athygli en þar skaut hann boltanum yfir markvörð Fram úr afskaplega þröngri stöðu.

„Andri er algjört ólíkindatól og það sem honum dettur í hug er auðvitað stútfullt af gæðum og að hann hafi hugmynd um að reyna að skora úr þessu færi finnst mér segja margt um hann sem leikmann, það er að segja gæðalega séð og bara að vera með hugmyndaflugið í þetta, mér fannst það stórkostlegt,“ sagði Davíð.



Sterkustu leikmenn:
24. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
23. umferð - Helgi Guðjónsson (Víkingur)
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner